149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:23]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta velfn. (Anna Kolbrún Árnadóttir) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir. Ég get vel tekið undir sjálfsákvörðunarrétt kvenna, að hann sé það sem stendur kannski hvað fremst í þessu í mínum huga. Ef við ræðum um skyldu til fræðslu þá er ég ekki alveg þar að hægt sé að skylda og skikka alla í fræðslu. Það sem ég mundi gjarnan vilja sjá væri að heilbrigðisstarfsfólk væri skyldað til að upplýsa um þá aðila sem eru þarna úti sem geta veitt frekari ráðgjöf og oft og tíðum á þeim grunni sem við köllum „notendavænan“, ef ég get notað það orðalag. Það er eiginlega það sem ég er að meina.