149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:29]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Ásmund Friðriksson hvernig hann sjái fyrir sér aðkomu þess sem hann kallar föður að þessu ákvörðunartökuferli. Mun hann hafa neitunarvald um ákvörðun konunnar um að fara í fóstureyðingu í veruleika hv. þingmanns þar sem tveir þurfa að koma til? Mun hann geta komið í veg fyrir að kona sem hann hugsanlega nauðgaði geti farið í þungunarrof? Eða er skilyrðið að viðkomandi sé giftur konunni og að það færi honum yfirráð yfir líkama hennar?

Ég velti því bara fyrir mér hvernig hv. þingmaður sjái fyrir sér að framfylgja sameiginlegum ákvörðunarrétti tveggja aðila yfir líkama einnar manneskju. Hvernig sér hann það fyrir sér?