149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta velfn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það voru mjög miklar umræður um þetta mál í nefndinni. Ég spurði marga sérfræðinga sem komu fyrir nefndina spurninga. Ég minnist ekki þess sérstaklega að hafa spurt um hvernig ætti að sýna fram á sannanir vegna nauðgunar. Það kannast ég ekki við að hafa spurt um. Það viðurkenni ég. Ég spurði mjög mikið um skimanir.

Hér er hv. þingmaður að tala um illgresi í samfélaginu. Á að fara að skima fyrir þeim? Ætlum við að fara að skima fyrir alkóhólistunum? (HVH: Ha?) Nei, það er þetta sem var rætt í nefndinni. Skimanir. Læknisfræðinni fleytir fram og þú ert að tala um að það sé allt of mikið af illgresi í samfélaginu sem …(Gripið fram í.) Ég er að reyna að skilja þetta. (HVH: Ég sagði aldrei allt of mikið illgresi.) Þú sagðir að það væri illgresi í samfélaginu, í garðinum, þú sagðir það. Ertu að tala (Gripið fram í.) um að það þurfi sérstaklega …(Gripið fram í: Ásmundur, hættu að snúa út úr.)

(Forseti (WÞÞ): Við skulum forðast samtal í þingsalnum. Hv. þingmaður hefur orðið.)

Það er sérstakt að eiga orðastað við þetta fólk. En þú sagðir rétt áðan að það væri illgresi í garðinum. Þegar kona gengur með barn undir belti þá getur hún auðvitað ekki áttað sig á því hvort barnið verði góður eða erfiður einstaklingur. Við erum alltaf að sjá að það gerist. Hér fæðast börn sem eru mjög erfiðir einstaklingar. Ef ég skil þetta rétt þá er hv. þingmaður að tala um að það þurfi að skima fyrir þessum erfiðu einstaklingum. (Gripið fram í: Nei. Viltu hætta að ljúga. Þú ert að ljúga, Ásmundur, enn einu sinni.) Ég sagði, ef ég skil rétt …

(Forseti (WÞÞ): Þögn í þingsalnum.)

Þú ert nú mesti lygarinn í þingsalnum. Háreysti í þingsal. (Gripið fram í: …enn einu sinni.)(Forseti hringir.) Þú ert nú eini lygarinn í þingsalnum. (Forseti hringir.)

(HVH: Ég tek ekki þátt í þessu. Ég vil fá að bera af mér sakir. Þetta er í enn eitt skiptið sem þessi þingmaður lýgur upp á mig. Ég óska eftir að fá að bera af mér sakir.)