149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (ber af sér sakir):

Herra forseti. Í enn eitt skiptið leyfir þingmaðurinn sér að ljúga hér upp á mig um það sem ég á að hafa sagt í ræðustól. Ég ætla ekki að sitja undir því að þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, standi hér í pontu og segi mig hafa sagt að það ætti að skima fyrir illgresinu. Þegar ég er að tala um illgresi í garðinum þá er ég að vísa í nefndarálit hans um ólíku blómin í garðinum, sem eru ofbeldismennirnir sem beita konur ofbeldi, nauðga þeim og úr verður fóstur. Ég talaði aldrei um það að um væri að ræða skimun á einhverju ólánsfólki. Og þingmaðurinn getur bara átt það sjálfur.

(Forseti (WÞÞ): Ég vil ítreka það að við ávörpum hér með orðinu háttvirtur, þegar við ávörpum hvert annað. En hv. þingmaður, 4. þm. Suðurkjördæmis, Ásmundur Friðriksson, hefur óskað eftir því að bera af sér sakir.)