149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:07]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurnina og svar mitt er: Já, skýrt og skorinort, nema auðvitað að það sé einhver hætta fyrir barn eða móður. Ég tel að þegar á þetta skeið er komið þá þurfi mjög sterk rök fyrir þessu. Svarið er einfaldlega: Já.