149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:12]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Nei, ég er ekki að þrengja að einu né neinu. Við erum með löggjöfina í dag og hún virkar flott, engri er neitað, 1.044 fóstureyðingar á ári, 40 vegna læknisfræðilegra ástæðna. Það eru hinar, þessar þúsund fóstureyðingar sem við erum að ræða. Ég skil ekki að það skuli ekki hringja neinum viðvörunarbjöllum. Það er ekkert sem segir okkur það að þurfi að breyta. Af hverju þarf þessi ákvörðunarréttur að vera þannig að það sé einn aðili, konan, búið — alveg upp að 22. viku? Í hvaða tilgangi? Ég spyr: Af hverju þarf að breyta ef hitt virkar svona vel og engri hefur verið neitað?