149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:20]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í 10. gr. núgildandi laga segir:

„Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku meðgöngutímans.“ (AIJ: Lestu næstu línu. 16 vikur.)

„Fóstureyðing skal aldrei framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutímans, nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í því meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu. Einnig skal fóstureyðing leyfileg eftir 16 vikur, séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.

Slíkar undanþágur eru aðeins heimilar að fenginni skriflegri heimild nefndar.“

Jú, jú, en hérna erum við að tala um 12 vikur og 16. Hvers vegna þá 22? Hver eru rökin fyrir 22? Skýrið það út fyrir mér og komið með þau rök — hvers vegna 22 vikur? (Gripið fram í.)Ég hef ekki fengið það fram. (AIJ: Svaraðu: Af hverju 12? Þetta var ein spurning.)Það er mjög eðlilega vegna þess að læknisfræðilega er það viðmiðið (HallM: Nei.)(Forseti hringir.) (AIJ: Gildandi lög eru 16, Guðmundur.)