149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:23]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Ég var ekki að gera lítið úr einum né neinum. Ég var að tala um að það hlyti í öllum tilfellum að vera mjög erfitt að taka ákvörðun um það hver eigi að lifa og hver ekki. Það hlýtur að vera erfiðast í þeim tilfellum sem við erum að tala um, þegar um er að ræða ófætt barn. Ég segi fyrir mitt leyti að 22 vikna gamalt barn er barn, það getur lifað af fyrir utan líkamann, (Gripið fram í: Nei.) — það gerir það víst. Þarna er komin öll myndun á viðkomandi barn eins og fætur, hendur, líffæri. Þetta er allt komið. Það eina sem er eftir er að það stækki og lungun þroskist.