149. löggjafarþing — 99. fundur, 3. maí 2019.
ófrjósemisaðgerðir.
435. mál
Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um 2. og 3. gr. Varðandi 3. gr. er verið að færa aldurstakmark til heimildar til ófrjósemisaðgerða niður í 18 ár. Í núgildandi lögum er þetta 25 ára aldur og þar höfum við fylgt Norðurlöndunum.
Ég sé ekki ástæðu til þess að við færum þetta aldurstakmark niður í 18 ár og mæli með því að við fylgjum Norðurlöndunum hvað þetta varðar. Ég segi því nei.