149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[11:49]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum hér að taka ákvörðun um sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Hér er um baráttumál íslenskrar kvennahreyfingar til áratuga að ræða. Það er fagnaðarefni að Alþingi Íslendinga skuli taka ákvörðun um það. Um þetta snýst þessi atkvæðagreiðsla. Við erum að færa löggjöf á Íslandi fram um meira en 40 ár, til nútímahorfs og til samræmis við nútímaviðhorf.

Ég vil þakka formanni velferðarnefndar og framsögumanni málsins fyrir frábæra vinnu og gott samstarf við þetta mál og ég þakka heilbrigðisráðherra fyrir þá framsýni að leggja málið fram.