149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[11:50]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um viðkvæmt mál, frumvarp til laga um þungunarrof, sem skipar stórum hópum í samfélaginu í andstæðar fylkingar. Um er að ræða siðferðisleg álitamál, trúarleg og lögfræðileg. Menningarlegur bakgrunnur svífur yfir vötnunum. Samfylkingin mun greiða atkvæði með þessu frumvarpi. Hér er um stórkostlegt réttindamál kvenna að ræða, eitt það stærsta á sögulegum tíma. Ég segi: Treystum konum. Og ég segi líka: Húrra!