149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[11:51]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um afar viðkvæm mál. Það voru afar þung spor að koma hingað í ræðustól í gær og flytja álit 2. minni hluta nefndarinnar þar sem ég fór yfir málið á þeim grunni sem ég hef alist upp við, hinum kristilega grunni. Var uppskera af því hlátur og fliss, niðurlægjandi athugasemdir frá örfáum þingkonum.

Ég verð að segja að þegar við erum að ræða jafn alvarleg mál og fóstureyðingu, að taka líf, eigum við ekki vera með slík gáttlæti hér í þingsalnum. Það á kannski við að kalla hér fram í, eins og þegar önnur léttvægari mál eru rædd — og ég hef svo sem ekki verið saklaus af því — en undir þessum kringumstæðum eigum við ekki að gera það.

Ég mun sannarlega segja nei við þessu máli.