149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[11:55]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru 1.040 fóstureyðingar á ári, 40 vegna læknisfræðilegra ráðstafana. Það á að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur. Við eigum ekki að telja að þetta sé sjálfsagður hlutur. Við eigum að fara á hinn endann og hefja forvarnir, gefa getnaðarvarnir, ókeypis. Við eigum að byrja annars staðar en að setja mörkin við 22 vikur. Fóstur sem er orðið 22 vikna er fullmótað og við eigum að sjá til þess á allan annan hátt, með fræðslu og öðru, að eitthvað sé gert í þessum málum frekar en að gera þetta svona. Ég er einn af þessum körlum sem telja líf heilagt og ég er stoltur af því. Þess vegna mun ég segja nei við þessu frumvarpi.