149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[12:14]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Ég mun ekki greiða atkvæði um 4. gr. eins og ég kom að hér áðan. Það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til umfjöllunar og geri nú tilraun til þess að skapa víðtækari sátt í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir. Það er mín eina ósk að gerð sé sú tilraun og menn hlusti á þær viðkvæmu raddir sem hér hafa komið fram. Ég mun því ekki greiða atkvæði, herra forseti.