149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

opinber innkaup.

442. mál
[12:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga fjallar um keðjuábyrgð og hún er til bóta vegna þess að hún styður vinnu gegn félagslegum undirboðum sem eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem framinn er þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Það er glæpur og eins og aðrir glæpir er þjófnaðurinn myrkraverk og það ætlar að reynast erfitt að uppræta hann. Það sem verra er er að fórnarlömbin eru hrædd og tjá sig ekki en eru í raun og veru þau einu sem taka áhættu með glæpnum.

Þetta er mikilvæg breytingartillaga og ég segi já.