149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

bindandi álit í skattamálum.

638. mál
[15:51]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er lagt til að gjald fyrir tiltekna þjónustu verði hækkað um 100%, tvöfaldað. Þetta er gjald fyrir þjónustu sem almennt ætti að teljast jákvætt að fólk leiti eftir. Þetta er hins vegar einungis grunngjaldið því að þetta snýst ekki um að koma fyrst og fremst til móts við þann kostnað sem hlýst af því að fara yfir slíkar umsóknir, enda bætist það ofan á gjaldið. Reynist kostnaður embættisins við að fara yfir þessar beiðnir meiri leggst það ofan á gjaldið. Hér er því einfaldlega verið að búa til aðgangshindrun gagnvart því að leitað sé eftir þjónustu og enn eina hindrunina gagnvart fólki sem vill fjárfesta í samfélaginu, vill byggja eitthvað upp, gagnvart nýsköpun þar af leiðandi um leið og auðvitað fyrst og fremst gagnvart þeim sem hafa minna fjármagn til ráðstöfunar.