149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

aukatekjur ríkissjóðs.

633. mál
[15:56]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Í þessu máli er vissulega stigið gott skref fram á við með því að lækka kostnaðinn við rafrænar þinglýsingar. Aftur á móti er ástæða til að halda því til haga að lækkunin er ekki mjög veruleg. Það þekkja allir sem koma að rekstri gagnagrunnskerfa að krónutalan á bak við hverja færslu er nánast engin. Vonandi verður þetta mál tekið upp að nýju eftir að einhver reynsla kemst á það og gjaldið fært nær raunveruleikanum. Raunveruleikinn í þessu tilfelli er í raun og veru hér um bil núll, ef ekki hreinlega núll.