149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

40 stunda vinnuvika.

181. mál
[16:26]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að fara í einhvern meting við þingmanninn en af því að hann gumar sig af því að tillaga hafi verið lögð fram í október 2014 var það nokkrum mánuðum eftir að tillagan var lögð fram í borgarstjórn og tilraunaverkefnið fór að rúlla af stað. Við skulum bara leyfa þeim að eiga það kredit sem eiga það. Þó að þeir þingmenn sem hafa borið þetta upp innan veggja Alþingis eigi allt hrós skilið kom hugmyndin úr grasrót og hún var borin inn á sveitarstjórnarstigið fyrst. Við skulum bara vera ánægð með það.