149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

um fundarstjórn.

[15:37]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Fáheyrður subbuskapur. Það er það sem sagt er þegar ég tala um hvernig farið er með ófullburða börn í móðurkviði. Hér er enginn, ekki einn einasti sem kemur fram og talar um lífsrétt barnsins, hvenær hann kviknar eða hvort hann geri það yfir höfuð. Og meira að segja hefur verið gengið það langt að hv. þingmaður hefur talað um varðandi sjálfsákvörðunarrétt kvenna, að það eigi kannski ekki einu sinni að miða við neinn sérstakan vikufjölda.

Ég ætla að taka undir það sem hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði hér: Aldrei nokkurn tíma mun nást sátt um það hvernig á í raun og veru að leggja þessa gríðarlegu ábyrgð á konur, og helst að hún standi í því ein af því að sjálfsákvörðunarréttur hennar er svona gríðarlega sterkur. Hún á sjálf, ein og sér, að fá að ráða því og sjá til þess fram að 23. viku meðgöngu hvort barnið sem hún gengur með verður líflátið eða ekki. [Kliður í þingsal.]