149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:38]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina en ég vísa bara aftur í það sama. Ég get ekki skilið af hverju var svona rosalega erfitt að leyfa þessa umræðu. Þetta er einfalt mál. Af hverju mátti það ekki? Af hverju mátti ekki ræða þetta betur? Hverja hefði það skaðað? Hefði það skaðað framvindu málsins?

Ég sé ekki að það hefði haft nein áhrif á gang þessa máls nema hvað það hefði komið aðeins seinna til meðferðar hingað inn í þingið. Það hefði verið hægt að ræða þetta aðeins betur. Er það svona hrikalegt að það hefði ekki mátt?

Svo var líka umræða um upplýsingaskyldu, um að barn þurfi ekki að upplýsa foreldra sína. Það var byrjað að ræða það. En því var hætt og ég hélt að það væri hægt að ræða það betur. En það var ekki gert.

Þannig að ég spyr: Af hverju mátti ekki ræða þetta aðeins lengur?