149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[19:33]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var einhver sérkennilegasti útúrsnúningur sem ég hef heyrt mjög lengi í þingsal. Á ákveðnum tíma verður til fóstur. Það verður ekki bara í sáðfrumunni minni eða þinni, hv. þingmaður. Það þarf svolítið til. Það er því ekki vandinn sem við erum að glíma við í þessu. Það er ekkert heimspekilegt við það hvenær fóstur verður til. (HHG: Hvað áttu við með lífi þá?) Hvenær kviknar lífið, þ.e. fóstrið, hvenær verður fóstrið til og hvenær öðlast það réttindi? Það öðlast ekki réttindi í sáðfrumunni minni. Við vitum það. (Gripið fram í: Hvernig?) Ég ætla ekki að fara að útlista hvernig það verður til eða vera með sýnikennsla á því. Við sem erum lengra komin vitum þetta. Ég hefði viljað sjá umræðu um það í staðinn fyrir að keyra málið í gegn í umræðu um 22 vikur, 20 vikur, 16 vikur o.s.frv. Svörum stóru spurningunum.