149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[19:40]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það sem mig langaði að spyrja hv. þingmann um er það sem ég hef upplifað í umræðunni hér í dag. Ég hef ekki veitt því athygli að jafn áberandi hafi verið að stuðningsmenn frumvarps haldi því jafn harkalega fram að þingflokkar eigi að vera fullupplýstir um alla hluti, þó að ekkert komi fram í skriflegum gögnum, hvorki í umsögnum né nefndarálitum, hafi þeir verið ræddir á nefndarfundi.

Þessa held ég að hafi sérstaklega gætt gagnvart þingmönnum þeirra flokka sem einhverjar efasemdir hafa um málið. Leyfi ég mér þá að nefna Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Flokk fólksins. Ég hef ekki veitt athygli áberandi andstöðu annars staðar frá.

En þessi fyrirsláttur, sem ég ætla ég að leyfa mér að kalla svo: Nú er hv. þingmaðurinn með mun meiri þingreynslu en ég. Er þetta nýtilkomið að menn geri í svona máli hálfgerðu kröfu að menn bara (Forseti hringir.) steinhaldi kj… hafi þeir ekki átt þess kost að sitja á nefndarfundi sem fulltrúar eða (Forseti hringir.) lesa sér til um svör við mögulegum spurningum í fyrirliggjandi skriflegum gögnum?