149. löggjafarþing — 102. fundur,  13. maí 2019.

frumvarp um þungunarrof.

[15:16]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svarið. Ákvörðunin er rétt fyrir konur. Er hún rétt fyrir hið óborna barn? Hvenær kviknar lífsréttur að mati hæstv. heilbrigðisráðherra?

Þingið hefur talað, en hvenær fengum við í rauninni alvöruumræðu? Hvenær höfum við fengið alvöruumræðu um málið hér? Vissu íslenskir kjósendur það þegar þeir gengu í kjörklefann 2017 að þetta frumvarp væri fyrirliggjandi? Ég held ekki.

Þess vegna segi ég enn og aftur: Er á einhverjum stað markmið hæstv. heilbrigðisráðherra að taka utan um málaflokkinn með það að leiðarljósi að draga frekar úr fóstureyðingum en að samþykkja þær til loka 22. viku meðgöngu (Forseti hringir.) án nokkurra skilyrða?