149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:24]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í dag greiðum við atkvæði um mál sem mér finnst ég alla vega hafa verið að ræða allt frá því að ég kynnti mér hugmyndafræði femínismans, allt frá því að ég fór að rökræða við mann og annan um hin ýmsu þjóðþrifamál. Þannig að ég get ekki tekið undir með hv. þingmönnum hér að ekki hafi farið fram samfélagsumræða um sjálfsákvörðunarrétt kvenna um eigin líkama, heimild þeirra til þungunarrofs, mörk lífs og dauða og alla þá hluti. Mér finnst ég hafa rætt þá allt mitt líf og ég held að margir hérna inni geti tekið undir það.

Þetta er grundvallarmál. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir mig og fyrir mjög marga. Málið er vel unnið, þvert á það sem aðrir hv. þingmenn hafa sagt hér, bæði í þinginu og áður en það var lagt hér fram. Málið er byggt á umfangsmikilli vinnu og löngu ferli. Það snýr að grundvallarfrelsi kvenna, heilsu okkar og lífi. Ég mun segja já.