149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:35]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég treysti konum. Þessi atkvæðagreiðsla er ekki það erfiðasta sem ég hef gert á mínum stutta þingmannsferli af því að ég treysti konum. Ég treysti konum til að meta sjálfar hvað þeim er fyrir bestu. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir frumvarpið. Ég þakka hv. velferðarnefnd og þeim þingmönnum sem hafa unnið vel í nefndinni. Ég vil líka þakka þeim konum sem hafa barist fyrir þessu og þeim konum sem hafa deilt með okkur sinni erfiðu reynslu.

Takk, konur. Takk, öll. Ég er ótrúlega stolt af því að fá að greiða atkvæði með þessu í dag.