149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:53]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Málið snýst vissulega um sjálfsákvörðunarrétt kvenna og kvenfrelsi og það á ekki að vera neitt „en“ sem fylgir í kjölfarið. Það hlýtur að vera siðferðislegur mælikvarði konunnar sjálfrar, það hlýtur að vera trú konunnar sjálfrar, það hlýtur að vera viðhorf hennar til þungunarinnar og þess að eignast barn, sem á að ráða. Það getur ekki verið viðhorf mitt, mitt siðferðilega mat. Það getur ekki verið mín trúarlega skoðun heldur er það konan ein sem á það við sjálfa sig út frá þeim gildum sem hún lifir lífinu, ekki einhverjum kollektífum gildum sem við ákveðum fyrir hverja og eina konu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)