149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:57]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég lýsi ánægju minni með málflutning Sjálfstæðismanna, hæstv. fjármálaráðherra og fleiri Sjálfstæðismanna sem hafa tekið hér til máls. Það vekur jafnframt undrun mína að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi í fyrsta lagi hafa hleypt þessu máli í gegnum ríkisstjórnina og í öðru lagi að þeir skyldu ekki hafa haft meiri viðbúnað í nefndinni þaðan sem það var afgreitt með ófullnægjandi hætti. Síðan sitja Sjálfstæðismenn hér undir því frá forsætisráðherra að málið sé upprunnið frá þeim.