149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:59]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eins og margoft hefur komið fram í dag úr þessum ræðustól er þetta mál erfitt á margan hátt. Það er viðkvæmt. Það hefur líka tekið breytingum í meðförum þingsins. Frá heilbrigðisráðherra kom þetta mál inn með 18 vikna tímabili. Það er búið að breyta því í 22 vikur. Ég tel eins og margir aðrir hér inni að þetta mál hefði þurft lengri tíma. Það er ekki út af því að ég virði ekki sjálfsákvörðunarrétt konu, það geri ég af heilum hug, en annaðhvort er ég svona ófullkominn eða ekki bær um að taka ákvörðun í þessu máli, ég kemst ekki hjá því að horfa á þroska 22 vikna fósturs. Af þeirri ástæðu einni ræð ég ekki við að samþykkja þetta mál eins og það er nú búið.