149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:01]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Gildandi lög um fóstureyðingar eru síðan 1975 en hver er best til þess fallinn að ákveða þungunarrof annar en sá einstaklingur sem ber fóstur innra með sér? Þeim réttindum fylgir sannarlega mikil ábyrgð sem hver kona, sem þetta ákveður, ber alla sína ævi. Ég treysti konum og ég treysti mæðrum fyrir þessum réttindum og mun þess vegna segja já.

Eitt er hér í þessum sal að vera á móti fóstureyðingum sem menn verða þá bara að opinbera en þetta mál snýst í mínum huga um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, um sjálfsákvörðunarrétt þungaðrar konu sem mun bera þessa byrði alla sína ævi.