149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:11]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér fannst mikilvægt að koma upp og útskýra það að þótt ég telji að þessi breytingartillaga sé gerð af góðum hug þá skoðuðum við þetta mjög vel í vinnu velferðarnefndar, en þetta myndi fela í sér að takmarka núverandi rétt konu til að fara í þungunarrof. Ef við erum að taka undanþágur úr lögunum en halda okkur við 20 vikur þá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs. Þannig að ég get ekki stutt þessa breytingartillögu og ég sé að það eru fæstir sem gera það, sem er mikið gleðiefni.