149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Herra forseti. Bara aðeins til að útskýra þessa breytingartillögu. Um er að ræða minni háttar breytingartillögu. Breytingin er tæknileg og er lögð fram til að tryggja samræmi við frumvarp til laga um ófrjósemisaðgerðir. Við lokayfirlestur málsins kom fram að nokkur atriði í 13. gr. frumvarpsins þörfnuðust lagfæringar. 13. gr. gerir ráð fyrir að umfjöllun um þungunarrof verði tekin út úr lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Það var ekki í frumvarpinu að öllu leyti gætt að því að þær breytingar skiluðu sér í heildstæðum lagatexta. Þessi breyting er því lögð til.