149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:14]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Líkt og ég gerði skilmerkilega grein fyrir í 2. umr. styð ég öll meginatriði þessa frumvarps, öll meginatriði, og greiddi þeim atkvæði og studdi þau. En það er 4. gr., 22 vikur, sem er þó þröskuldur sem ég kemst ekki yfir. Það kemur því engum eða ætti ekki að koma neinum í þessum sal á óvart þegar ég við lokaatkvæðagreiðslu þessa máls — ég óskaði í seinustu viku eftir að umræðu yrði frestað þannig að hægt væri að gera einhverjar lokatilraun til að mynda einhverja frekari sátt — segi nei.