149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:23]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um eitt stærsta réttindamál kvenna í seinni tíð og ég vildi nýta þetta tækifæri til að þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir að hafa haft hugrekki til þess að leggja þetta mál fram, velferðarnefnd fyrir vandaða umfjöllun og sömuleiðis þeim fjölmörgu konum og heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa stigið fram í umræðunni. Ég er stolt af því að fá að greiða atkvæði um þetta grundvallarmál, en í mínum huga er það ávallt konan sem á að taka ákvörðun um eigið líf og eigin líkama. Ég segi já.