149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:25]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég styð sjálfsákvörðunarrétt kvenna sem hér er ræddur og vissulega er tími til kominn. En ég mun ekki greiða þessu frumvarpi atkvæði mitt þar sem mér finnst ekki virtar umsagnir Öryrkjabandalags Íslands sem er þrátt fyrir allt regnhlífarsamtök fyrir fjölmörg önnur samtök. Ekki er virt umsögn Þroskahjálpar og ekki er virt umsögn Félags áhugafólks um Downs-heilkenni. Um það fjallaði mitt nefndarálit þar sem ég batt við 18 vikur.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Greiði ekki atkvæði.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn greiðir ekki atkvæði.)