149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:26]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Hún er löng, keðja ábyrgðarinnar í níu mánuði við fjölgun hvers okkar í mannheimum. Ég nefni t.d. ábyrgð karls og konu í upphafi. Ég nefni konunnar á meðgöngunni, sérfræðinga sem koma að meðgöngunni, ýmist sem ráðgjafar eða bjargvættir, en í öllum ábyrgðarkeðjum er einn lokaákvarðandi og það er einn dómari. Og hver er hann í þessu tilviki? Hver stendur fóstrinu næst? Á því leikur enginn vafi: Það er konan sjálf. Því segi ég já.