149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:29]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Í umræðu um frumvarp það sem nú er undir hefur því miður verið slegið úr og í. Umræðan hefur verið á köflum villandi og þung og alvarleg atriði verið afvegaleidd á ósanngjarnan og heimóttarlegan hátt. Hér úr ræðustól hins háa Alþingis hafa allnokkrir þingmenn lýst því yfir, jafnvel brostinni röddu og með tárin í augunum, að vissulega styðji þeir sjálfsákvörðunarrétt konunnar, en bara ekki svona, þetta sé fullmikið af því góða. Fyrr megi nú aldeilis fyrr vera. Ummælin endurspegla í raun efasemdir um hæfni konunnar til að taka sjálfstæða ákvörðun um eigin hag, eigið líf. Og umræðan í þeirra garð hefur verið niðurlægjandi og ósæmileg. Sjálfstæðismenn hafa brugðist öryrkjum, vanrækt barnafjölskyldur og brugðist þeim og öldruðum. Nú sýnir drjúgur hópur þeirra konum í erfiðum aðstæðum vantraust. Þeir sýna pólitískan tvískinnung og loddaraskap og (Forseti hringir.) gefa þessu eigin stjórnarfrumvarpi langt nef. Það geri ég ekki og segi já.