149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég get ekki samþykkt þetta frumvarp vegna þess að það stendur skýrum stöfum: „við lok 22. viku“. Það er sem sagt við upphaf 23. viku sem þungunarrof má fara fram. Og af annarri ástæðu, það er 5. gr. Þar getur barn farið í þungunarrof — eða eigum við að nota rétta orðið yfir það? Við eigum ekki að vera með þetta orð inni í einhverjum glanspappír. Þetta er fóstureyðing. Við erum að eyða, við erum ekki að rjúfa eitt né neitt. Þá getur barn til loka 22. viku farið í fóstureyðingu án samþykkis foreldra eða forráðamanna. Og af þessum ástæðum get ég ekki stutt þetta og segi nei. Við verðum líka að spyrja okkur: Það eru 1.000 fóstureyðingar á ári, nærri þrjár hvern einasta dag ársins. Þetta á að hringja bjöllum hjá okkur og vekja spurninguna: Er þetta í lagi?