149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:33]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Þegar talað er um frelsi almennt vill stundum gleymast að þá er samsvörun sem það fær ekki þrifist á, þ.e. ábyrgð. Og það er þetta samband frelsis og ábyrgðar sem skiptir máli varðandi afstöðu mína til þessa máls. Til viðbótar við þá femínísku lífssýn sem ég hef og þá trú að frelsi einstaklingsins sé mikilvægt markmið út frá hugmyndum um réttindi einstaklinga almennt að þannig þrífist samfélög best.

Það frumvarp sem hér er til umræðu snýst um hver hefur valdið til að taka ákvörðun um þungunarrof, konan hverju sinni eða nefnd sérfræðinga. Það er óumdeilt að ábyrgðin liggur hjá konunni. Það skref að tryggja að valdið, að frelsið til að taka þessa ákvörðun liggi líka hjá konunni er mikilvægt grundvallaratriði í mínum huga. Ég segi já.