149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:37]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Komið hefur í ljós að enginn vilji var til að ljúka eða ná einhverri sátt í þessu máli. Stefnan var tekin og hvergi var hvikað frá henni þrátt fyrir háværar athugasemdir og erfiðar siðferðislegar spurningar auk mikillar andstöðu meðal þjóðarinnar. Niðurstaðan er eða verður róttækasta fóstureyðingalöggjöf í vestrænum heimi. (Gripið fram í: Nei.) [Kliður í þingsal.] Fyrst og fremst ber afgreiðsla málsins vott um vangetu forystu ríkisstjórnarinnar til að ná sáttum milli ólíkra sjónarmiða. Sáttageta ríkisstjórnarinnar fékk falleinkunn í þessu máli. Ég segi nei.