149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:41]
Horfa

Alex B. Stefánsson (F):

Virðulegur forseti. Hér erum við í atkvæðagreiðslu um mál sem hefur farið til umfjöllunar í hv. velferðarnefnd og fengið mjög góða umfjöllun, sé ég, og málefnalega. Það kemur vel undirbúið frá hæstv. heilbrigðisráðherra og hefur verið nokkur ár í athugun. Við erum hér saman komin, hv. þingmenn, í umboði íslensku þjóðarinnar. Við erum lýðræðislega kjörin til að taka ákvarðanir sem snúa að hag landsins, en líka þeirra sem hér búa. Mér þykir heiður að fá að standa hérna m.a. vegna trausts frá kjósendum sem eru konur. Við konur vil ég segja eitt: Traustið gildir í báðar áttir.

Ég segi já.