149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrirvarar Noregs voru einhliða. Það eru þeir alls ekki hér. Við höfum fengið staðfestingu frá þeim frá ESB og EFTA. Það breytir því samt ekki að þrátt fyrir að þeir hafi aðeins verið einhliða hafa þeir ekki skapað nein vandræði og engin athugasemd gerð við þá. Ég held að það sé hræðsluáróður að halda öðru fram um þessa fyrirvara.

Varðandi hitt atriðið sem þingmaðurinn nefnir þá höfum við fengið frá sameiginlegu EES-nefndinni og EFTA-ríkjunum staðfestingu á þessari yfirlýsingu okkar. Ég held að það sé í fullu samræmi við þær vangaveltur sem hafa komið upp. Staðfestingin er ekki aðeins komin frá Evrópusambandinu sjálfu heldur einnig EFTA-ríkjunum í sameiginlegu EES-nefndinni og ég myndi telja það nægja.