149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:34]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna, hún var nú hálfmakalaus á köflum. Hér sveif hann um uppfullur af því að hann væri að verja hagsmuni þjóðarinnar og fólksins í landinu en við hin sem höfum efasemdir um þetta mál, við erum bara í pólitík og í því að grafa undan EES-samningnum. Þetta er auðvitað ekki boðlegt hjá hæstv. formanni Samfylkingarinnar.

Mig langar til þess að spyrja formann Samfylkingarinnar hvort hann hafi haft einhverjar efasemdir um málið áður en meirihlutaálitið var útbúið, málið eins og það lá fyrir þegar það kom frá ráðherra. Voru einhverjar efasemdir um það í huga hv. þingmanns og nefndarmanns í utanríkismálanefnd og hverjar voru þær þá?