149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:41]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Tjáningarfrelsið? Þegar ég tala um tjáningarfrelsið er ég að meina að um leið og maður tjáir sig og hefur aðra skoðun finnst mér óviðeigandi að verið sé að tala um hræðsluáróður og alls konar svona. Það er eiginlega það sem ég meina.

En svona til að kíkja pínulítið á viðfangsefnið talaði hv. þingmaður um tveggja stoða kerfi. Þannig að mig langar til að biðja hv. þingmann að segja mér t.d. undir hvað ACER stofnunin fellur í Evrópurétti.