149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[21:25]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Nú vill svo til að hv. þingmaður vísar í tiltekið mál sem kom upp í Frakklandi og varð að ákveðnu fári þar. En fárið var byggt á misskilningi. Misskilningurinn er að einu orði var sleppt, mjög mikilvægu orði, vegna þess að fólk velur sér stundum upplýsingar til að forðast að horfast í augu við staðreyndir. (AKÁ: Punktur minn, punktur minn.)

Þetta tiltekna orð var orðið „concession“, með leyfi forseta, sem er í raun ekkert annað en kostur. Málið fjallaði raunverulega um það að Evrópusambandið vildi, í ljósi laga sem höfðu verið innleidd í Frakklandi nokkrum árum áður, að rekstri 120 vatnsaflsvirkjana, sem að meðaltali voru 75 ára gamlar, sem var gert útboð um samkvæmt þessum frönsku lögum á tíu ára fresti — að það útboð ætti að vera opið. (Forseti hringir.) Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að lögin sögðu að það ætti að vera opið.

Það að gera þetta tortryggilegt er — mig langar ekki til að kalla það óheiðarlegt — pínulítið óheiðarlegt.