149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:13]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanni ræðuna. Hann ræddi þarna um hina leiðina. Aðra leið sem væri fær samkvæmt samningi. Ég myndi nú telja að hún væri leyfileg samkvæmt samningi. Það er annað mál hvort hún sé fær eða ekki. Hann lagði þar til málanna að það væri sérfræðingur sem segði já. En þetta er bara eitt álit tveggja sérfræðinga sem hann vísar til, ekki álit fimm til sex annarra lögmanna sem segja eitthvað annað.

Þar á meðal er Baudenbacher — þar sem reyndar enginn fulltrúi Miðflokks var á fundi. Hann taldi hana líka leyfilega en ófæra.

Svo ég spyr sem sagt: Hvers vegna velur þingmaðurinn eingöngu þetta álit tveggja sérfræðinga sem þarna um véla til að styðja mál sitt? Hvernig rökstyður hann það sem hann hélt fram, að Baudenbacher hafi sagt að þetta væri fær leið? Því að hann gerði það ekki. (Forseti hringir.)

Og í síðasta lagi: Telur hv. þingmaður að Norðmenn hafi opnað fyrir að ACER hafi valdheimildir til ráðstöfunar orkulinda í Noregi samkvæmt þriðja orkupakkanum, eins og hér er sagt að gildi fyrir Ísland?