149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:14]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni fyrir spurninguna. Fyrst varðandi Carl Baudenbacher. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki vel vopnum búinn, ég er ekki með gögnin hans, og verð eiginlega að lofa hv. þingmanni að koma upp í aðra ræðu og ég skal bara fara yfir þau.

Varðandi hina innlendu lögmenn er það svo sem bara þannig að skýrsla og greinargerð þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirsts hefur verið alltumlykjandi í þessari umræðu og án nokkurs vafa sú skýrsla og sú vinna sem mest hefur verið horft til hvað mögulega fyrirvara og efasemdir um hina stjórnskipulegu stöðu varðar. (Forseti hringir.)

Ég kem nú kannski í seinna andsvari inn á fleiri innlendar umsagnir.