149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:15]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Takk fyrir það. „Alltumlykjandi“, þetta tiltekna álit? Ja, eðlilega. Þetta hentar Miðflokknum. Hin álitin, hv. þingmaður, henta ykkur ekki. Þess vegna vitnið þið ekki til þeirra. Þetta er það sem hefur komið fram hér í umræðunni, að þessi valkvæðu álit eru bara það sem hentar málflutningnum. Þau eru tekin og hinum stungið undir stól, nokkurn veginn.

Því það eru nógir aðrir sem segja að þetta sé ekki fær leið og þar á meðal þessi fyrrum forseti EFTA-dómstólsins.

Hvað Noreg varðar spyr ég um þetta vegna þess að það kemur fram í áliti þessara tveggja sérfræðinga líka að ACER hafi valdheimildir til að skipta sér af orkuframleiðslu á Íslandi. Ég spyr hvort hv. þingmaður haldi virkilega að Noregur hafi raunverulega afsalað sér þessum rétti til ACER — Noregur, með alla sína þekkingu á þessum málum.