149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að lofa bót og betrun á morgun hvað það varðar að flytja ræðu mína af mikilli tilfinningu og einurð. Hv. þm. Brynjar Níelsson verður að bíða spenntur til morguns eftir því. Ætli hann hafi ekki, eins og oft áður, aðeins hjálpað manni með ákveðinn hluta málsins sem ég get sagt að mér tókst ekki vel að færa í orð áðan.

Auðvitað er hluti af áhyggjunum sá að maður hefur fylgst með þróun Evrópusambandsins og stofnana þess um langa hríð. Þróunin er öll til miðstýringar og þess að vera með fingurna í sífellt fleiri atriðum sem mér persónulega þykir Evrópusambandið eiga að halda sig frá. Það er hluti af áhyggjunum sem ég hef í þessu máli. Að Evrópusambandið eða stofnanir þess (Forseti hringir.) muni færa sig upp á skaftið, hvort sem það verður á grundvelli þessa þriðja pakka eða fjórða og fimmta pakkans þegar þeir koma á færibandinu.