149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:30]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka andsvar hv. þingmanns og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Það var nú engin sérstök spurning í þessu, (Gripið fram í.) er það ekki rétt skilið hjá mér? En ég tek þessa athugasemd bara til mín. Það breytir því ekki — nú reyni ég að orða þetta mjög varlega — að skynjun mín á fréttum af fundum nefndarinnar og lúkningu málsins er að einhverju marki á skjön við lýsingu hv. formanns hér rétt áðan. En ég dreg það ekki í efa, eins og ég orðaði það áðan, að hún hafi stýrt nefndinni af röggsemi í þessu máli.