149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:32]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst vil ég segja að ég held að það sé ekki ósanngjarnt að þingmaður Miðflokksins nefni svona undir lok umræðunnar í dag að honum hafi þótt æðioft komið inn á það hvernig fundur undir lok síðustu viku var mannaður. Það hefur verið býsna oft nefnt af stuðningsmönnum málsins, bara svo það sé sagt. (Gripið fram í.)

Til að svara spurningunni þá er það reyndar þannig að framsögumaður minnihlutaálitsins, eins og kom fram fyrr í dag, er ekki búinn að fara yfir álitið og þessi hluti er partur af því sem ekki er komið fram. Ég verð að fá að bíða til morguns með það. Ég skal fara yfir þessar röksemdir í annarri ræðu minni. Ég spurði hv. þm. Helga Hrafn Gunnarsson að þessu áðan efnislega. Ég held að við nálgumst svar við þessu á morgun.